Prentverk á góðum degi

Vistvæn prentun

Í ljósi aðstæðna er þörf á samþjöppun á prentmarkaði.

Við byrjum nýtt ár með sameiningu Prenttækni, Litrófs og GuðjónÓ.

Bókavirkið bókbandsstofa er einnig hluti af þessari sameiningu og því verðum við sterk
í bókagerð, stafrænni- og almennri prentun og öllu sem viðskiptalífið og einstaklingar þarfnast.

Reykjavík Letterpress verður einnig í sama húsnæði.

Vatnagarðar 14 | 104 Reykjavík | Sími: 563-6000 | litrof@litrof.is

Við bjóðum upp á heildarlausnir

Prentun á góðum degi er persónugerð prentun, t.d. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld. Einnig þjónustu sem felst meðal annars í að prenta bækur, reikninga, boðskort og ársskýrslur.

Prentun á góðum degi er okkar fag

Hjá Prenttækni starfa prentarar með mikla fagþekkingu og fagmenntun til margra ára. Öflugur og fullkominn vélakostur skilar  vönduðu og góðu prentverki.

Hvað er frágangur?

Frágangur er t.d. brot, vírhefting, fræsing, gormun, kjallíming, gylling, laminering, stönsun, upphleyping. Prenttækni býður upp á fjölbreytt úrval á frágangi prentverks.

Við búum yfir reynslu, þekkingu og tæknikunnáttu til að vinna prentverk; tímarit, bæklinga, auglýsingar, veggspjöld, eyðublöð o.s.fv. allt frá því hugmynd kviknar þar til verki lýkur.

Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem viðskiptavinurinn verður einn af fjölskyldunni.  Við bjóðum alltaf lipra og persónulega þjónustu og leggjum áherslu á skjót og vönduð vinnubrögð.

Höldum kostnaði í lágmarki án þess að það bitni á gæðum þjónustunnar. Við veitum viðskiptavinum okkar hagstæðustu kjör hverju sinni í samræmi við umfang verkefna.

Umhverfisvottuð prentsmiðja

Prenttækni er með vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfis­málum. Frá stofnun hefur Prenttækni lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prenttækni er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.

Umhverfisstarf m.a. varðandi efnisnotkun, sorpmeðhöndlun og pappírsnýtingu.
Sérstakur lager sem heldur utan um afskurð sem síðan er fullnýttur.