Það er ekki til neitt eitt útlit fyrir bæklinga, þeir geta verið allskonar og skemmtilegt getur verið að leika sér með stærðir og útfærslur. Bæklingur er mikil kynning á fyrirtækinu og er gott að vanda til verks. Sumir bæklingar minna á dagblöð, tímarit eða jafnvel bækur, aðrir eru hugsaðir í kynningarstanda eða að komast í ákveðna stærð af umslagi og má pappírinn ekki fara yfir tiltekna þyngd vegna póstburðargjalda. Við uppfyllum allar óskir er varða frágang og útfærslu á bæklingnum. Bæklingar eru til í ýmsum útfærslum og stærðum, skemmtilegt getur verið að útbúa bæklinga í ýmsum stærðum og útfærslum, allt frá 4 síðum upp í 500 eða fleiri. 

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 90-130 gr. Silk
Algengar stærðir
  • A4 túristabrot (6 síður)
  • A4 gatefold innábrot (8 síður)
  • A5 gatefold innábrot (8 síður
  • A5 túristabrot (6 síður)
  • 21×21 cm gatefold innábrot (8 síður)
  • 14×30 cm túristabrot (6 síður
  • Fjórblöðungur (4 síður)
  • Fjölblöðungur (8+ síður)