Einblöðungar

Einblöðungar geta verið af ýmsum stærðum og prentaðir á ýmsar pappírstegundir. Við leggjum mikla áherslu á vandaðan pappír og hágæða prentun á öllum okkar vörum. Notkun dreifibréfa eða einblöðunga er einföld og hagkvæm leið til markaðssetningar, sér í lagi þegar viðburðir eru í gangi, tilboð, útsölur eða jafnvel til að vega upp á móti ofangreindu hjá samkeppnisaðilum. Við getum komið upplaginu í póst.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 115 – 250 gr. Silk
Algengar stærðir A4 210x297mm
A5 148x210mm
A6 (105×148 mm
A7 (74×105 mm
99×210 mm
Útfærslur 1-lit Svart/Hvítt
Sérlitir (Pantone)
Prentun í fullum lit (CMYK)
Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)

Tækifæriskort

Kort eru falleg og skemmtileg leið til að koma ýmis konar kveðjum til skila við hin ýmsu tækifæri. Boðskort eru notuð við ýmis tækifæri og geta verið af mörgum stærðum og gerðum. Boðskort í brúðkaup, fermingu, afmæli, opnanir, veislur o.s.frv. Kort má einnig senda til að gleðja starfsmenn, vini, vandamenn eða aðra án sérstaks tilefnis. Ýmsar gerðir umslaga í boði. Boðskort eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og geta verið af öllum stærðum og gerðum en þó eru nokkrar stærðir algengari en aðrar. Flest boðskort eru framleidd á þykkan silk eða satin pappír og eru ýmist kort prentuð beggja vegna eða samanbrotin 4 bls. Við getum nafnamerkt kortin og eða umslögin. Við leggjum mikla áherslu á vandaðan pappír og hágæða prentun á öllum okkar vörum.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Gerðir Afmælisboðskort
Brúðkaupsboðskort
Skírnarboðskort
Önnur boðskort
Prentun Offset prentun
Stafræn prentun
Algengur pappír 250-350gr. Silk
Algengar stærðir A6
A5
10x21cm
20×20
Útfærslur Prentun á einni hlið
Prentun beggja vegna
Samanbrotið 4bls.

Umslög

Fallegt umslag sem vekur athygli, kynnir vöru og þjónustu fyrirtækisins. Yfirleitt eru umslög sjálflímandi eða með límborða, en ef um umslög til vélpökkunar er að ræða, eru þau vatnslímd. 

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Prentun Offset prentun
Algengar stærðir B4 umslög 255 x 354 mm
B5 umslög 176 x 250 mm
C4 umslög 229 x 324 mm
C5 umslög 162 x 229 mm
C6 umslög 114 x 162 mm
E65 umslög 112 x 220 mm
M65 umslög 110 x 220 mm
Útfærslur Sjálflímandi
Með límborða
Með glugga
Án glugga

Bréfsefni

Öll fyrirtæki þurfa bréfsefni. Bréfsefni er notað í margvíslegum tilgangi. Mörg fyrirtæki prenta reikninga, bréf, tilboð og jafnvel verðlista sína á bréfsefni fyrirtækisins Lang algengasta stærð bréfsefna er A4 en þó er eitthvað um A5 bréfsefni og jafnvel aðrar stærðir. Við bjóðum hvers konar aukavinnslu á bréfsefnum sem óskað er eftir t.d. tölusetningu, upphleypingu o.fl. Þar að auki prentum við bréfsefni á löggiltan skjalapappír og pappír með vatnsmerki, sé þess óskað.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 90gr. Fine (Ljósritunarpappír)
Algengar stærðir A4 210x297mm (21×29,7cm)
A5 148x210mm (14,8x21cm)

Greiðsluseðlar

Greiðsluseðlar eru mikið nýttir um hver mánaðarmót. Við prentum greiðsluseðla og á þeim er hægt að koma skilaboðum til viðskiptavinarins um þá þjónustu sem fyrirtæki þitt býður upp á eða annað sem þörf er á að koma á framfæri, o.fl. Hér um ræðir gott markaðstól sem nær beint til viðtakandans.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 90gr. Fine
Algengar stærðir A4 210x297mm
21×28 cm
Útfærslur Forprentaðir fyrir tölvuútprentun
1-lit Svart/Hvítt
Sérlitir (Pantone)
Prentun í fullum lit (CMYK)
Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)
Viðbótarþjónusta Númering
Rifgötun

Reikningar

Öll fyrirtæki senda frá sér reikninga. Algengustu gerðir reikninga eru í einriti í A4 stærð eða reikningar í A5 stærð í 3 riti. Reikningar í A4 stærð eru gjarnan prentaðir út úr bókhaldi fyrirtækisins eða frá Excel skjali, ef fyrirtækið er ekki með tölvubókhaldskerfi. Reikningar í A5 stærð í þríriti henta vel smærri fyrirtækjum eða einstaklingum, sem skrifa sína reikninga. Reikningar í þríriti eru með tölusetningu og settaðir saman og gataðir. Reikningar í A4 stærð geta einnig verið númeraðir og gataðir. Við bjóðum að upp á fullan frágang reikninga, tölusetningu, möppugötun, blokkun, settun og fleira.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 80-90gr. Litljósritunarpappír
Soporset Preprint
Algengar stærðir A4 210x297mm (21×29,7cm)
A5 148x210mm (14,8x21cm)
21×21 cm
21×28 cm
Sérstærðir eftir óskum
Útfærslur Sjálfkalkerandi NCR
1-lit Svart/Hvítt
Sérlitir (Pantone)
Prentun í fullum lit (CMYK)
Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)
Viðbótarþjónusta Númering
Rifgötun
Blokkun
Settun
Samhangandi reikningar