Fjölskylduvæn prentsmiðja
Prenttækni var stofnað árið 1975 af þeim Stefaníu Flosadóttur og Gunnari Magga Árnasyni og hefur verið rekið af fjölskyldunni alla tíð, en Margrét Gunnarsdóttir dóttir þeirra, stýrir fyrirtækinu í dag.
Prenttækni er rótgróið fyrirtæki á Kársnesi þar sem mikið er lagt upp úr persónulegum tengslum við viðskiptavini, að þeir fái fljóta og góða þjónustu á mjög samkeppnishæfum verðum og gæðum.
Alhliða prentsmiðja þar sem prentað er allt frá sérhæfðum lyfjaleiðbeiningum til tímarita, bóka og allt þar á milli. Við stöndum mjög samkeppnishæf að vígi þegar kemur að fagmennsku, gæðum og góðri þjónustu.
Vertu ávallt velkomin(n) að hafa samband, við leggjum metnað í snör viðbrögð og lausnamiðuð svör.
Prenttækni | Vatnagarðar 14 | 104 Reykjavík | Sími: 563 6000 | prent@prentt.is

Hafðu samband og kynntu þér fjölbreytta möguleika í prentun og prentvinnslu.
Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.