Greiðsluseðlar

Greiðsluseðlar eru mikið nýttir um hver mánaðarmót. Við prentum greiðsluseðla og á þeim er hægt að koma skilaboðum til viðskiptavinarins um þá þjónustu sem fyrirtæki þitt býður upp á eða annað sem þörf er á að koma á framfæri, o.fl. Hér um ræðir gott markaðstól sem nær beint til viðtakandans.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 90gr. Fine
Algengar stærðir A4 210x297mm
21×28 cm
Útfærslur Forprentaðir fyrir tölvuútprentun
1-lit Svart/Hvítt
Sérlitir (Pantone)
Prentun í fullum lit (CMYK)
Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)
Viðbótarþjónusta Númering
Rifgötun

Reikningar

Öll fyrirtæki senda frá sér reikninga. Algengustu gerðir reikninga eru í einriti í A4 stærð eða reikningar í A5 stærð í 3 riti. Reikningar í A4 stærð eru gjarnan prentaðir út úr bókhaldi fyrirtækisins eða frá Excel skjali, ef fyrirtækið er ekki með tölvubókhaldskerfi. Reikningar í A5 stærð í þríriti henta vel smærri fyrirtækjum eða einstaklingum, sem skrifa sína reikninga. Reikningar í þríriti eru með tölusetningu og settaðir saman og gataðir. Reikningar í A4 stærð geta einnig verið númeraðir og gataðir. Við bjóðum að upp á fullan frágang reikninga, tölusetningu, möppugötun, blokkun, settun og fleira.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 80-90gr. Litljósritunarpappír
Soporset Preprint
Algengar stærðir A4 210x297mm (21×29,7cm)
A5 148x210mm (14,8x21cm)
21×21 cm
21×28 cm
Sérstærðir eftir óskum
Útfærslur Sjálfkalkerandi NCR
1-lit Svart/Hvítt
Sérlitir (Pantone)
Prentun í fullum lit (CMYK)
Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)
Viðbótarþjónusta Númering
Rifgötun
Blokkun
Settun
Samhangandi reikningar

Möppur/Folder

Folder er umbúðir utanum prentverk sem þú vilt miðla, en folder er jafnframt auglýsing. Hann er jafn mikilvægur þeim sem nota bæklinga og annað markaðstengt efni og matvælapoki er nauðsynlegur matvöruverslun. Við prentum foldera í öllum stærðum og gerðum og sérsníðum þá að þínum þörfum. Folderinn sinnir því hlutverki að skila gögnum frá A til B en hann veitir jafnframt upplýsingar um fyrirtæki þitt, vöruúrval og þjónustu, og er þannig söluhvetjandi auglýsing. Möppur eru til í mörgum stærðum og gerðum, allt eftir því hvað hentar þér.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 250 – 350 gr. Silk
Algengar stærðir A4 210x297mm (21×29,7cm)
A5 148x210mm (14,8x21cm)
Sérstærðir eftir óskum
Útfærslur Með eða án innábrots
Stansað fyrir nafnspjald
Misþykkur kjölur
Upphleyping
Lökkun
Laminering
Stönsun
Gylling)

Skrifblokkir

Stærðir og gerðir skrifblokka er mjög fjölbreytt og þrátt fyrir að 21. öldin sé gengin í garð með tilheyrandi tækninýjungum og tölvunotkun eru handskrifaðir minnispunktar enn í fullu gildi. Stærð og gerð minnisblokka er mjög fjölbreytt, A6, A5 eða jafnvel A4. Blokkirnar geta verið allt frá litlum 25 blaða skrifblokkum upp í stórar 100 blaða blokkir eða jafnvel stærri. Þær má nota sem skrifblokkir, slíkar blokkir má nota sem minnisblokkir starfsmanna, skrifblokkir fyrir viðskiptamenn á ráðstefnum og fundum og jafnvel sérhannaðar tilboðsblokkir eða önnur eyðublöð, óáprentaðar, línu- eða rúðustrikaðar.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Prentun

Offset prentun

Stafræn prentun

Algengur pappír 80-90gr. Litljósritunarpappír
Algengar stærðir

A4 210x297mm (21×29,7cm)

A5 148x210mm (14,8x21cm)

Útfærslur

Límt í haus

Með hörðu baki

Viðbótarþjónusta

Númering

Rifgötun

Plaköt

Plaköt geta hangið víða og eru góð leið til að vekja athygli á litríkan og skemmtilegan hátt. Allir þekkja kosti plakata og vita  að oft er lítið pláss þar sem á að koma plakötum fyrir. Plaköt hanga gjarnan á veggjum, á matsölustöðum, sundi og öðrum fjölförnum stöðum og oft eru fleiri plaköt um hitann. Því er mjög mikilvægt að þitt plakat skeri sig úr fjöldanum. Hágæða prentun skiptir því miklu máli, hvort sem er í offsetprentun eða stafrænni prentun.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Prentun Offset prentun

Stafræn prentun (lítil upplög)

Algengur pappír 170-180 gr. Silk

Plotter 180gr.

Algengar stærðir A4 210x297mm

A3 297x420mm

A2 420x594mm

A1 594x840mm

Útfærslur 1-lit Svart/Hvítt

Sérlitir (Pantone)

Prentun í fullum lit (CMYK)

Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)

Viðbótarþjónusta Plastað matt eða glans