Vörulistar

Vörulistar þurfa ekki að vera flóknir í útfærslum eða dýrir kostir. Vörulistar er leið hjá mörgum til að kynna nýjar vörur eða fyrirtæki gefa út vörulista til að sýna allt úrvalið sem er til hjá þeim. Þá er gott að vanda til verks en prentun slíkra lista getur vafist fyrir fólki. Hjá Prenttækni starfar fólk með mikla og víðtæka reynslu, ávallt tilbúið fyrir þig, að gefa þér hagstæðasta tilboð hverju sinni og aðstoða við útfærslu af verkum þínum varðandi pappír og prentun. 

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 90-130 gr. Silk
Algengar stærðir A4 (210 x 197)
A5 (105 x 210)

Dagatöl

 

Við prentum allar gerðir dagatala, t.d. hefðbundnu gormadagatölin á borð, en þau eru prentuð í mörgum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum og þörfum. Við prentum einnig veggdagatöl. Dagatal er góð leið til að auglýsa þjónsutu eða vöru. Það er svo gott að hafa fallegt dagatal á skrifborðinu sem inniheldur tengslauplýsingar um þá þjónustu sem við notumst við.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 170 gr. Silk 250 – 300 gr. Carta integra
Algengar stærðir A4 (21×29,7cm) (veggdagatöl)
A5 (14,8×29,7cm)
13,5x16cm (borðdagatöl)
Útfærslur Veggdagatöl með gorm
Veggdagatöl með hefti
Borðdagatöl á fæti með gorm.

Bæklingar

Það er ekki til neitt eitt útlit fyrir bæklinga, þeir geta verið allskonar og skemmtilegt getur verið að leika sér með stærðir og útfærslur. Bæklingur er mikil kynning á fyrirtækinu og er gott að vanda til verks. Sumir bæklingar minna á dagblöð, tímarit eða jafnvel bækur, aðrir eru hugsaðir í kynningarstanda eða að komast í ákveðna stærð af umslagi og má pappírinn ekki fara yfir tiltekna þyngd vegna póstburðargjalda. Við uppfyllum allar óskir er varða frágang og útfærslu á bæklingnum. Bæklingar eru til í ýmsum útfærslum og stærðum, skemmtilegt getur verið að útbúa bæklinga í ýmsum stærðum og útfærslum, allt frá 4 síðum upp í 500 eða fleiri. 

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 90-130 gr. Silk
Algengar stærðir
  • A4 túristabrot (6 síður)
  • A4 gatefold innábrot (8 síður)
  • A5 gatefold innábrot (8 síður
  • A5 túristabrot (6 síður)
  • 21×21 cm gatefold innábrot (8 síður)
  • 14×30 cm túristabrot (6 síður
  • Fjórblöðungur (4 síður)
  • Fjölblöðungur (8+ síður)

Tímarit

Mörg félög gefa út tímarit til að fjalla um sín málefni. Sum tímarit koma út einu sinni í mánuði, eða ársfjórðungslega, sum einu sinni á ári. Tímaritin geta verið ólík eins og þau eru mörg, glansandi og fín eða mött og jarðbundin. Við höfum mikla reynslu af tímarita prentun, hvort sem um tísku eða fagtímarit er að ræða. Meðal verka okkar er MAN,Sumarhúsið og garðurinn, Læknablaðið, Sálfræðiritið og svo mætti lengi telja.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 115 gr. Gloss (Innsíður)
250 gr. Lökkuð (Kápa)
Algengar stærðir A4
Frágangur Algengt er að tímarit séu heft eða fræst í kjöl.

Bækur

Við prentum bækur, ljóðabækur, kiljur, skólabækur og allskonar bækur, við höfum góðan búnað til að prenta og binda inn bækur í flestum stærðum og gerðum. Meðal verkefna sem hafa verið unnin hjá okkur eru námsbækur, ljóðabækur, uppskriftabækur, dagbækur og fleira. Margir möguleikar eru í frágangi bóka, hvort sem það eru kiljur, litlar eða stórar bækur, þá leysum verkið vel af hendi. 

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 100-170gr. Satin
100-170gr. Zigler
100-170gr. Munken
Algengar stærðir Crown (12,4×18,2cm)
Tvöf. Crown (18,4×24,5cm)
Demy (13,7×21,1cm)
Din A5 (14,8×21,0cm)
Royal (15,3x23cm)
Super Royal (17x24cm)
A4 (21×29,7cm)
A5 (14,8x21cm)
Útfærslur Harðspjaldakápa klædd bókbandsefni
Harðspjaldakápa klædd álíming
KiljaSaumaðar bækur
Fræstar bækur
Gormabækur

Matseðlar

Matseðlar eru í ýmsum stærðum og útfærslum, allt frá einföldum matseðlum sem eru jafnframt borðmottur til flóknari útfærslna t.d. harðspjaldakápur með gyllingu og blindþrykkingu, þríhyrninga, standa, plöstunar og lamíneringar, í matt eða glans. Við leggjum mikla áherslu á vandaðan pappír og hágæða prentun á öllum okkar vörum. Við framleiðum matseðla í öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þeir eru harðir eða mjúkir, plastaðir eða með grófri áferð, í lit eða svarthvítir þá höfum við lausnina fyrir þinn veitingastað. Reynsla okkar  við að útbúa matseðla, venjulega sem í óhefðbundnum formum, t.d. stjörnur eða hringir, ef þú vilt fanga athyglina. Allt er hægt að gera og útfæra að þinum óskum.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 250 gr. Silk, lamenerað
300 gr. Silk án lameringar
Algengar stærðir A4 210x297mm
A5 148x210mm
Stærð að þinni ósk.
Útfærslur Nánast allt er mögulegt í útfærslum á matseðlum